Hönnun og smíði hugbúnaðar 2011: F06 Process Design – hönnun ferla Part-A

Ferli (processes) eru forrit sem keyra í enterprise kerfum til að framkvæma ákveðnar vinnslur. Þetta eru forrit sem sjá um vinnslur eins og innlestur (import), afstemmingar, eða daglegar uppfærslur og útreikninga. Þessi forrit hafa ekkert viðmót en sinna mikilvægu hlutverki.

Í þessum fyrirlestri ætlum við að skoða hvernig hanna má Process Framework eða ramma fyrir ferli. Við kynnum Ru Process Framework sem er hluti af RuFramework og er dæmi um hvernig má skrifa ramma.

Skoðað er nánar hvernig RU Process Framework er notað til að lesa RSS færslur. Einnig er litið á XML og leiðir til að lesa XML skjöl. Til eru tvær megin leiðir til að þátta XML skjöl og hvor hefur sína kosti og galla. RSS er dæmi um notkun á XML.

F06 Process Design – hönnun ferla Part-A

Hönnun og smíði hugbúnaðar 2011: F05 Frameworks – Rammar Part-B

Rammar eru almennar aðgerðir og aðferðir sem nota má til að búa til sértækan hugbúnað. Með römmum má endurnýta kóða sem alltaf er eins eða nánast alltaf er eins. Það sem er sérhæft eru ákveðin viðfangsefni en útfærsla á þeim notar rammann. Við skilgreinum ramma og skoðum kosti og galla.

Við skoðum einnig létta gáma eða lightweight containers sem eru forrit sem sjá um lífshlaup (live-cycle) hluta og umhverfi þeirra (context). Þá skoðum við munstrið Dependency Injection sem er mjög hentugt í römmum.

Einnig skoðum við Template Method og Strategy munstrin.

F05 Frameworks – Rammar Part-B

Hönnun og smíði hugbúnaðar 2011: F05 Frameworks – Rammar Part-A

Rammar eru almennar aðgerðir og aðferðir sem nota má til að búa til sértækan hugbúnað. Með römmum má endurnýta kóða sem alltaf er eins eða nánast alltaf er eins. Það sem er sérhæft eru ákveðin viðfangsefni en útfærsla á þeim notar rammann. Við skilgreinum ramma og skoðum kosti og galla.

Við skoðum einnig létta gáma eða lightweight containers sem eru forrit sem sjá um lífshlaup (live-cycle) hluta og umhverfi þeirra (context). Þá skoðum við munstrið Dependency Injection sem er mjög hentugt í römmum.

Einnig skoðum við Template Method og Strategy munstrin.

F05 Frameworks – Rammar Part-A